
Frá konu til konu
"Ljóðið samdi ég sem hvatningu til mín þegar ég stóð á ákveðnum tímamótum í lífinu. Ég ákvað að gefa það út í von um að fleiri konur gætu nýtt sér þessi orð sem hvatningu til að standa með sjálfri sér og leyfa sér að vera þær sjálfar"
-Guðný Björk Pálmadóttir

Umhverfið
Allar vörur Fabia eru hannaðar þannig að þær hafi eins lítil áhrif á umhverfið og kostur er. Tekið er tillit til umhverfis allt frá vöggu til grafar með því að huga að efnisvali, nýtingu á efni og flutningi.

Ömmubolli
Ömmubolla línan er hönnuð til heiðurs öllum ömmum sem eitt sinn voru, eru og munu verða. Bollarnir eru ártalamerktir og skarta blómum úr íslenskri náttúru. Á hverju ári bætist í flóruna og ákvarðast liturinn inní bollanum af liti blómsins.

Populus
Viðarbrettið er framleitt úr íslenskri ösp. Öspin sem notuð er kemur af Austurlandi, þar sem hún er þurrkuð og unnin að hluta. Hvert tré er einstakt og því eru engin tvö bretti eins.
Brettin eru olíuborin með eiturefnalausri olíu og koma með stálbakka og kertastjaka sem festist við stálbakkann með segli.